Skilagrein
Vinnuveitendur fylla nú út rafræna skilagrein á vef okkar skilagreinar.medlag.is
Eftirfarandi skref þarf að framkvæma í byrjun:
1. Vinnuveitendur skrá sig inn á sínum íslykli og gefa þeim starfsmönnum sem mega skila skilagreinum og vinna fyrir fyrirtækið í meðlagsskilagreinum umboð til að fá rafræn skilríki. Sé vinnuveitandi ekki með tiltækan íslykil er hægt að senda tölvupóst á netfangið fyrirtaeki@medlag.is og óska eftir aðgangi fyrir tiltekið fyrirtæki. Nauðsynlegt er að gefa upp kennitölu fyrirtækis og kennitölu þess sem hefur leyfi til að vinna að þessum verkefnum fyrir fyrirtækið.
2. Þegar einstaklingur hefur skráð sig inn og er að vinna fyrir fyrirtækið á vef okkar þá þarf hann að smella á skrá skilagrein. Þar er farið í dálkinn einstaklingar og kennitala slegin inn, launatímabil og upphæð. Hægt er að skoða eldri skilagreinar og senda þær inn að nýju hafi ekkert breyst. Þó þarf að breyta launatímabili.
3. Þegar þetta hefur verið framkvæmt fær vinnuveitandi greiðsluseðil í heimabanka fyrir skilagreininni. Þegar greiðsluseðillinn hefur verið greiddur er ferlinu lokið.
Séu einhverjar spurningar er sjálfsagt að senda tölvupóst á netfangið medlag@medlag.is og óska eftir leiðbeiningum en jafnframt eru þær veittar í gegnum síma 590-7100.