Úrræði vegna greiðsluerfiðleika

Komi til þess að greiðandi telji sig ekki geta staðið í skilum með meðlagsgreiðslur sínar, verður hann að snúa sér til Innheimtustofnunar og semja um vanskilin til að koma í veg fyrir að löginnheimta fari af stað, en slíkt hefur kostnað og óþægindi í för með sér. Á heimasíðu stofnunarinnar er að finna ýmsar upplýsingar þar að lútandi. Einnig veitir starfsfólk stofnunarinnar svör við þeim spurningum sem upp kunna að koma í síma 590-7100 eða á netfangið medlag@medlag.is.

Mikilvægt er að leita sem fyrst til stofnunarinnar ef upp koma greiðsluerfiðleikar. Stofnunin býður upp á margvísleg úrræði, tímabundin og til langs tíma, til að koma til móts við greiðendur.

Það athugast að dráttarvextir reiknast á vangreidd meðlög mánuði eftir eindaga þess.

Vinsamlegast hafið því samband við starfsfólk stofnunarinnar til að fá nánari upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru hjá stofnuninni.


Einnig er rétt að benda á ráðgjafa sem starfa fyrir utan stofnunina og veita ráðgjöf fyrir einstaklinga sem hafa lent í fjárhagslegum erfiðleikum. Helst er að benda á í þessu sambandi Umboðsmann skuldara sem heyrir undir velferðarráðuneytið, Félagsþjónustu sveitarfélaganna og  Íbúðalánasjóð varðandi möguleika á greiðsluerfiðleikaláni og svo þjónustufulltrúa banka og sparisjóða varðandi almenna lánafyrirgreiðslu.