Næsti fundur stjórnar verður þann 12. október 2023. Skilafrestur umsókna er 2. október 2023.
43.700,-

Afleiðingar vanskila

Greiði meðlagsgreiðandi ekki meðlögin sín á réttum gjalddaga lendir hann í vanskilum og löginnheimta hefst. Afleiðingar vanskila eru þær að send er greiðsluáskorun og aðfararbeiðni. Í framhaldinu fer fram skráning á vanskilaskrá Creditinfo. Eftir atvikum fer svo fram nauðungarsala á þeim eignum meðlagsgreiðanda sem kunna að vera fyrir hendi. Dráttarvextir reiknast á skuldina sé hún ekki greidd á réttum tíma. Vanskilum fylgir óhjákvæmilega aukinn kostnaður og óþægindi. Meðlagsgreiðendum er  bent á að hafa strax samband við stofnunina og leita samninga komi slík staða upp.

Aðrar afleiðingar eru t.d. að skuldajöfnuður fer fram við vaxtabætur og krafa er send í laun viðkomandi sé hann launþegi.