Næsti fundur stjórnar verður þann 12. október 2023. Skilafrestur umsókna er 2. október 2023.
43.700,-

Atvinnuleysi

    Í þeim tilvikum þegar meðlagsgreiðandi missir atvinnuna þá getur hann óskað eftir því að fá aðstoð meðan það tímabil varir. Hægt er að sækja um aðstoð á Mínum síðum. Í flestum tilvikum er veittur greiðslufrestur á meðan það ástand varir, í allt að 6 mánuði, en þá þarf að endursemja, eða fyrr ef umsækjandi er byrjaður að vinna að nýju. Hafi greiðandi fengið greiðslufrest í 12 mánuði er honum gert að greiða sjálfur vissa lágmarksgreiðslu til stofnunarinnar á hverjum tíma.

    Sé meðlagsgreiðandi að þiggja atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun ráðstafast aukagreiðslur vegna dagpeninga barna upp í meðlagið mánaðarlega. Mikilvægt er að greiðendur hafi samband um leið og þeir fá atvinnu að nýju þar sem stofnunin sendir strax kröfu í laun þeirra, þótt greiðslufrestur sé fyrir hendi.