Næsti fundur stjórnar verður þann 12. október 2023. Skilafrestur umsókna er 2. október 2023.
43.700,-

Félagslegir eða fjárhagslegir erfiðleikar

Lendi meðlagsgreiðendur í fjárhagsvandræðum er unnt að sækja um ívilnun, þ.e. aðstoð, við greiðslu meðlagsskulda þeirra. Lögbundið skilyrði þess að fá slíka aðstoð eru að viðkomandi eigi við fjárhagslega eða félagslega erfiðleika að stríða. Skila þarf þar til gerðri umsókn til stofnunarinnar um ívilnun og framvísa gögnum er sýna fram á erfiðleika viðkomandi. Skila þarf að lágmarki síðasta skattframtali og launaseðlum þriggja síðustu mánaða. Sem dæmi um önnur gögn eru læknisvottorð og önnur gögn er sýna fram á erfiðleika. Stjórn stofnunarinnar tekur svo ákvörðun á fundum sínum sem haldnir eru mánaðarlega. Umsóknir um ívilnanir er að finna á mínum síðum. Eru meðlagsgreiðendur hvattir til að kynna sér vel úrræði stofnunarinnar í slíkum atvikum.