Næsti fundur stjórnar verður þann 14. desember 2023. Skilafrestur umsókna er 4. desember 2023.
43.700,-

Örorkulífeyrisþegar

Meðlagsgreiðandi sem er skráður 25-75% öryrki getur sótt um barnalífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins sem er jafnhár fjárhæð meðlags. Þannig fær sá sem er 75% öryrki fullan barnalífeyri, 50% öryrki fær 75% af barnalífeyri og 25% öryrki fær 50% af barnalífeyri. Í slíkum tilvikum er barnalífeyri skuldajafnað á móti mánaðarlegum meðlagsgreiðslum.

Hafa þarf samband við Tryggingastofnunar ríkisins varðandi upplýsingar um rétt til barnalífeyris og sækja sérstaklega um hann. Fái meðlagsgreiðendur barnalífeyri geta þeir sótt um að greiða sjálfir lægri fjárhæð mánaðarlega í ljósi þessa til stofnunarinnar.