Næsti fundur stjórnar verður 9. júlí 2021. Skilafrestur umsókna er 29. júní.
36.845,-

Úrræði Vegna Greiðsluerfiðleika

Meðlagsgreiðendur í vanskilum og greiðsluerfiðleikum geta sótt um aðstoð hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Sérstök úrræði eru til staðar vegna atvinnuleysis, örorku, náms og veikinda. Hægt er að sækja um frest á greiðslu höfuðstól og / eða lægri greiðslna en til fellur mánaðarlega, lækkun dráttarvaxta o.fl. 

Bent er á að hafa verður samband við stofnunina varðandi möguleika til slíkra samninga. 

Telji meðlagsgreiðandi sig ekki geta staðið í skilum með meðlagsgreiðslur sínar, verður hann að snúa sér til Innheimtustofnunar og semja um vanskilin til að koma í veg fyrir að lögfræðiinnheimta fari af stað með tilheyrandi kostnaði og óþægindum fyrir meðlagsgreiðendur.

Í þessu sambandi er sérstaklega bent á eftirfarandi ákvörðun stjórnar Innheimtustofnunar  sem samþykkt var á fundi 17. sept. 2010.

---

Bókun stjórnar:

 “Framvegis fer fram skuldajöfnuður meðlagskrafna við útborgaðar inneignir vegna vaxtabóta og eftir atvikum barnabóta, samkvæmt reglugerðum þar um, gagnvart öllum meðlagsgreiðendum sem skulda meðlög, óháð því hvort um samninga við stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga um mánaðarlegar greiðslur, greiðslufrest, eða annars konar ívilnanir er að ræða eða ekki”.

---

Þetta leiðir til þess að vaxtabætur og barnabætur verða í öllum tilvikum teknar upp í meðlagsskuld þrátt fyrir að samningur sé til staðar við stofnunina. Það athugast þó að tímabundið hefur verið lagt bann við skuldajöfnuði barnabóta á árinu 2010, skv. sérstakri lagaheimild. Greiðslur þessar eru óháðar  ívilnunum stofnunarinnar og er ráðstafað utan gerðra samninga. 

Það athugast að dráttarvextir reiknast á vangreidd meðlög 30 dögum eftir gjalddaga.

Vinsamlegast hafið því samband við starfsfólk stofnunarinnar til að fá nánari upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru hjá stofnuninni.