Næsti fundur stjórnar verður 9. júlí 2021. Skilafrestur umsókna er 29. júní.
36.845,-

Greiðsluvalmöguleikar

Meðlagsgreiðendur hafa nokkra möguleika á greiða meðlög sín. Stofnunin sendir greiðsluseðla til greiðenda mánaðarlega óski þeir þess. Seðlana getur greiðandi greitt í heimabanka eða samið við viðskiptabanka sinn um að þeir séu settir í sjálfvirkar greiðslur. Hægt er að greiða með millifærslu í banka inn á reikning stofnunarinnar nr. 111-26-504700, kt. 530372-0229.

Greiða má með kreditkorti, hægt er að skrá greiðslukort og upphæð inni á Mínum síðum. Greiðendur geta nýtt sé þjónustu stofnunarinnar og látið draga meðlögin af launum launþega mánaðarlega og vinnuveitandi sér þá um að skila meðlögunum. Greiðendum er bent á að hafa samband við stofnunina varðandi þetta.