Næsti fundur stjórnar verður þann 12. október 2023. Skilafrestur umsókna er 2. október 2023.
43.700,-

Launaafdráttur

Haldið eftir af launum starfsmanns en ekki skilað til Innheimtustofnunar

Meðlagsgreiðendur sem greiða með aðstoð launagreiðanda, þ.e. launagreiðandi heldur eftir hluta launa og skilar til stofnunarinnar, verða að fylgjast með því hvort meðlög skili sér til stofnunarinnar. Fara verður vel yfir stöðuna á Mínum síðum Vakni grunur um að meðlög skili sér ekki þarf að framvísa launaseðlum hjá stofnuninni sem allra fyrst. Í þeim tilvikum lækkar stofnunin skuld viðkomandi til samræmis við óskilað meðlag auk dráttarvaxta og innheimtir fjárhæðirnar hjá vinnuveitanda, enda séu engin önnur tengsl milli aðila en vinnusambandið.

 

Vinnuveitandi fær ekki kröfur

Í þeim tilvikum þegar meðlagsgreiðandi vill að vinnuveitandi sjái um afdrátt meðlags mánaðarlega verður hann að hafa samband við stofnunina og gefið upp nafn og kennitölu launagreiðanda. Stofnunin sendir þá kröfu um afdrátt af launum mánaðarlega. Vakin er athygli á að stofnunin hefur rétt til að senda kröfur um afdrátt af launum óháð óskum meðlagsgreiðanda.