Næsti fundur stjórnar verður 9. júlí 2021. Skilafrestur umsókna er 29. júní.
36.845,-

Spurt & Svarað

Ákvörðun um aðstoð og ívilnun er sniðin að aðstæðum hvers og eins meðlagsgreiðanda. Fram fer allsherjarmat á aðstæðum viðkomandi, aðallega fjárhagslegum og félagslegum aðstæðum. Stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga tekur slíkar ákvarðanir. Athygli er vakin á því meðlagsgreiðendur verða ávallt að óska eftir slíkri aðstoð með því að fylla út viðeigandi umsókn.
Það foreldri sem stendur straum af framfærslu barnsins getur krafist meðlags frá hinu foreldrinu skv. úrskurði sýslumanns. Skipan forsjár skiptir ekki máli.
Já, meðlagsskyldan er virk þó meðlagsgreiðandi flytji erlendis. Innheimtustofnun getur óskað eftir því að Norðurlandaþjóðirnar innheimti meðlagið í heimalandinu. Jafnframt er innheimt utan norðurlandanna. Meðlagsgreiðendur sem búa erlendis eru hvattir til að semja um skuld áður en innheimtuaðgerðir hefjast í heimalandinu.
Já, nema úrskurður sýslumanns kveði á um annað.
Já, launagreiðanda ber lagaskylda til að halda eftir allt að 50% af heildarlaunum meðlagsgreiðanda krefjist Innheimtustofnun þess.
Já Norðurlandaþjóðirnar geta óskað eftir því að Innheimtustofnun innheimti meðlag greitt út til meðlagsmóttakenda á Norðurlöndum skv. norðurlandasamning um gagnkvæma innheimtu meðlaga.
Nei, vangreidd meðlög eru ávallt dregin frá vaxtabótum og barnabótum, óháð samþykktum stjórnar Innheimtustofnunar um ívilnanir eða öðrum ívilnunum starfsmanna stofnunarinnar. Sjá 19. gr. rglg. um greiðslu vaxtabóta nr. 990/2001 og 7. gr. rglg. um greiðslu barnabóta nr. 555/2004“. Það athugast að skuldajöfnun barnabóta hefur ekki farið fram frá árinu 2010 vegna sérstakra aðgerða ríkisstjórnarinnar.
Að jafnaði eru kröfur í heimabanka stofnaðar á mánudegi eftir að kröfur um innheimtu meðlaga berast frá Tryggingastofnun ríkisins. Það er því að jafnaði 3-8. hvers mánaðar.
Dráttarvextir reiknast á meðlög skv. íslenskum lögum, sama hvort í gildi sé samningur eða ekki. Hægt er að sækja um lækkun þeirra eða að þeir reiknist ekki á skuld þegar greiðslusamkomulag er í skilum, ef félagslegar eða fjárhagslegar aðstæður eru slæmar.
Nei, meðlagsskuldir falla ekki undir nauðasamninga til greiðsluaðlögunar samkvæmt lögum. Meðlagsgreiðendum í slíkri stöðu er bent á að til staðar eru úrræði til aðstoðar í greiðsluerfiðleikum hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga.
Þeir sem eru metnir öryrkjar eiga í flestum tilvikum rétt á greiðslu barnalifeyris frá Tryggingastofnun ríkisins, séu þeir meðlagsskyldir. 75 % öryrkjar fá fullan barnalífeyri, sem skerðist síðan eftir því sem örorkuprósentan er lægri. Fjárhæð barnalífeyris er jafnhá fjárhæð meðlags og skuldajafnast við meðlag hvers mánaðar hjá TR. Leita skal upplýsinga hjá Tryggingastofnun ríkisins. Öryrkjar geta snúið sér til Innheimtustofnunar varðandi samninga um eftirstöðvar skuldar.
Í þeim tilfellum þar sem foreldrar hafa haft þann háttinn á að meðlagsgreiðslur fara beint á milli þeirra og svo í gegnum Tryggingastofnun og Innheimtustofnun sveitarfélaga er vert að athuga að sé um sama tímabilið að ræða að mati meðlagsgreiðanda og hann hafi sannanlega greitt meðlagið getur greiðandinn snúið sér til Tryggingastofnunar með kvittanir og umkvartanir sínar.
Greiða ber með öllum börnum meðlagsskylds aðila. Það er útbreiddur misskilningur að einungis eigi að greiða með þremur börnum.
Almenn meðlagsskylda er til 18 ára afmælis barns og er afmælisdagurinn meðtalinn. Skylda til greiðslu menntunarmeðlags er frá 18 ára aldri til allt að 20 ára aldurs barns, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Sækja þarf um menntunarmeðlag sérstaklega til viðkomandi sýslumannsembættis.Varðandi nánari upplýsingar er vísað til sýslumannsembætta landsins.
Þá þarf meðlagsgreiðandi að sýna fram á að meðlagið hafi verið dregið af launum, t.d. með framvísun launaseðla. Að uppfylltum tilteknum skilyrðum sér Innheimtustofnun til þess að meðlagsgreiðandinn verði skaðlaus af vanrækslu launagreiðanda.
Kröfur á þá greiðendur sem skulda meðlög falla ekki niður þó gjaldþrotaúrskurður liggi fyrir eða gjaldþrotaskiptum lokið. Í 2. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 kemur fram að þrotamaður ber ábyrgð á skuldum sínum sem ekki fást greiddar við gjaldþrotaskiptin. Í sömu grein kemur fram að eftir lok gjaldþrotaskipta fyrnist krafa kröfuhafa á tveimur árum, sé fyrningu ekki slitið, frá þeim degi sem skiptunum er lokið. Fram að þeim tíma er skuldin innheimt líkt og áður, enda gerir löggjafinn ráð fyrir að krafan fyrnist á ákveðnum lögákveðnum tímapunkti, það er að liðnum tveimur árum frá skiptalokum sé fyrningu ekki slitið. Í gjaldþrotalögum er ekki að finna nein sérákvæði sem takmarka ráðstöfunarrétt kröfuhafa vegna greiðslna á þessu tímabili. Hafi einstaklingur ekki gert skýran fyrirvara um ráðstöfun greiðslna þá ráðstafar stofnunin ávallt greiðslum fyrst upp í kostnað, síðan dráttarvexti og svo höfuðstól í samræmi við almennar reglur kröfuréttar. Það hvort einstaklingur hefur verið úskurðaður gjaldþrota hefur ekki áhrif á ráðstöfun greiðslna af hálfu stofnunarinnar. Einstaklingar geta óskað eftir ákveðinni ráðstöfun greiðslna, sjá svar við “hvernig ráðstöfum við greiðslum.” Innheimtustofnun getur á sama hátt krafist frádráttar af launum þeirra sem eru gjaldþrota eða undir gjaldþrotaskiptum jafnt og hjá öðrum, sbr. 1. tl. 7. mgr. 5. gr. laga nr. 54/1971. Sjá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 30. maí 2016. Mál nr. E-1899 / 2015. Í málinu var því slegið föstu að heimilt væri að innheimta kröfur sem falla undir gjaldþrotaskipti, m.a. með því að beita launaafdrætti. Það er sérstaklega tekið fram að meðlagsgreiðandi verður að beina erindi til stofnunarinnar um að hann óski eftir niðurfellingu skuldar vegna fyrningar, að bera fyrir sig fyrningu, enda er öllum frjálst að greiða skuldir sínar þó þær teljist fyrndar lögum samkvæmt.
Þá er send greiðsluáskorun og síðan aðfararbeiðni í kjölfarið. Gert verður að lokum fjárnám hjá meðlagsgreiðanda. Auk þess fer fram skráning á vanskilaskrá Lánstrausts hf. Meðlagsgreiðendur eru hvattir til að semja í tæka tíð svo ekki þurfi að koma til þessara kostnaðarsömu aðgerða.
Í flestum tilvikum er veittur greiðslufrestur þegar meðlagsgreiðandi er sannanlega atvinnulaus. Slíkur greiðslufrestur getur verið til allt að 6 mánaða í senn. Framlengja þarf slíkt að 6 mánuðum liðnum. Ef um áframhaldandi atvinnuleysi er að ræða þá er meðlagsgreiðanda bent á það að þegar greiðslufrestur hefur verið veittur í 12 mánuði er honum skylt að greiða kr. hálft meðlag á mánuði. Það athugast að viðbótar greiðslur frá Vinnumálastofnun ráðstafast til Innheimtustofnunar þó greiðslufrestur sé til staðar.
Sá aðili sem stendur straum af framfærslu barns getur krafist meðlags úr hendi foreldris.
Ýmsar leiðir eru í boði, t.d. greiðsla með kreditkorti, greiðsluseðlar eða launaafdráttur. Hægt er að óska þess að viðskiptabanki sjái um fastar mánaðarlegar greiðslur. Hægt er að skrá kreditkort til að hefja boðgreiðslur mánaðarlega inn á Mínum síðum.
Í greiðsluerfiðleikum eru ýmis úrræði í boði fyrir meðlagsgreiðendur. Umsóknum er skilað inná Mínum síðum eða með umsóknareyðublaði sem finna má á heimasíðunni ásamt síðasta skattframtali umsækjanda og afriti þriggja síðustu launaseðla. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk stofnunarinnar.
Það er almenn regla kröfuréttar að skuldari ræður af öðru jöfnu hvaða kröfur kröfuhafa á hendur honum greiðast af innborgun hans. Þetta þýðir að láti skuldari í ljós ákveðnar óskir við kröfuhafa, áður en greiðsla berst eða við greiðslu, á kröfuhafi að hlíta þeim óskum og ráðstafa greiðslum í samræmi við það. Skuldari ber sönnunarbyrði um að hann hafi látið slíkar óskir uppi og gera verður þá kröfu til slíkra óska að þær séu gerðar skriflega og á skýran hátt. Láti skuldari ekkert uppi um það hvernig eigi að ráðstafa greiðslum er kröfuhafa frjálst að ráðstafa þeim eftir eigin hentugleika. Almennt er það svo að Innheimtustofnun sveitarfélaga ráðstafar greiðslum fyrst upp í áfallinn kostnað, síðan áfallna dráttarvexti og loks höfuðstól skuldarinnar.
Þá þarf viðkomandi að leita til sýslumanns og óska eftir breytingum á meðlagsskyldu. Sjá www.syslumenn.is. Síðan þarf að fara með meðlagsúrskurðinn til Tryggingastofnunar ríkisins og óska eftir fyrirframgreiðslu meðlags. Sjá nánar www.tr.is.
Já, umgengnisréttur er óháður meðlagsskyldu skv. núgildandi lögum.