Næsti fundur stjórnar verður 13. apríl 2023. Skilafrestur umsókna er 3. apríl 2023.
42.634,-

Stofnunin

Afgreiðsla Innheimtustofnunar sveitarfélaga lokuð tímabundið. Hægt er að hafa samband símleiðis í síma 590-7100, í tölvupósti á netfangið medlag@medlag.is eða í gegnum Mínar síður. Gögnum er hægt að skila í póstkassa á jarðhæð við inngang stofnunarinnar.

 

Innheimtustofnun sveitarfélaga er til húsa að Lágmúla 9, Reykjavík og að Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði, símatími er frá kl. 8:30 - 15:15 alla virka daga en athygli er vakin á því að viðtalstímar lögfræðinga eru frá kl. 9-12 og 13-15:15. Sími 590-7100. Netfang: medlag@medlag.is

Innheimtustofnun sveitarfélaga var stofnuð með lögum nr. 54/1971 um Innheimtustofnun sveitarfélaga og tók stofnunin til starfa í ársbyrjun 1972. Í 1. mgr. 3. gr. laganna er mælt fyrir um meginhlutverk Innheimtustofnunar, en þar segir: 

“Hlutverk Innheimtustofnunar sveitarfélaga er að innheimta hjá meðlagsskyldum foreldrum meðlög, sem Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt forráðamönnum barna þeirra. Skal Innheimtustofnun skila Tryggingastofnun ríkisins innheimtufé mánaðarlega eftir því sem það innheimtist og skal það ganga upp í meðlagsgreiðslur Tryggingastofnunar. Það sem á vantar að Tryggingastofnun hafi fengið meðlög að fullu endurgreidd með slíkum skilum skal Innheimtustofnun sveitarfélaga greiða sbr. 1. mgr. 4. gr., innan tveggja mánaða frá því að meðlag er greitt.”

Hlutverk stofnunarinnar er að innheimta hjá meðlagsgreiðendum meðlög sem Tryggingastofnun ríkisins og umboð hennar hafa greitt þeim sem hafa börn á framfæri samkvæmt skilnaðarleyfum, skjölum er varða slit á óvígðri sambúð, dómum og fleiri heimildum. Þessi innheimta getur farið fram bæði á Íslandi og erlendis. Þá annast Innheimtustofnun innheimtu á Íslandi á meðlagskröfum frá Norðurlöndunum.