Næsti fundur stjórnar verður þann 14. desember 2023. Skilafrestur umsókna er 4. desember 2023.
43.700,-

Innheimtustofnun sveitarfélaga leiðréttir ofteknar innheimtuþóknanir

               - Viðskiptavinir þurfa ekki að aðhafast neitt til að fá ofteknu innheimtuþóknunina endurgreidda.

Stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga mun leiðrétta ofteknar innheimtuþóknanir vegna vangoldinna meðlagskrafna sem stofnunin innheimti á tímabilinu nóvember 2018 þar til í desember 2021. Viðskiptavinir stofnunarinnar þurfa ekki að aðhafast neitt til að fá ofteknu innheimtuþóknunina endurgreidda. Innheimtustofnun sveitarfélaga mun senda bréf á alla launagreiðendur og einstaklinga sem fá leiðréttingu þar sem fram kemur hvernig stofnunin ætlar að vinna málið. 

Þegar ný stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga, sem var skipuð í desember 2021, tók við blasti við að verulegur vafi lék á um lögmæti innheimtuþóknana. Ný stjórn tók þá ákvörðun að rukka ekki innheimtuþóknanir á meðan málið var til skoðunar. Í júní 2022 samþykkti stjórnin að leita eftir lögfræðiáliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að fá úr því skorið hvort lagaheimild hefði verið fyrir því að leggja sérstaka þóknun á innheimtu stofnunarinnar sem beindist að launagreiðendum. Lögfræðiálitið er afdráttarlaust um að slík lagaheimild sé ekki til staðar, og setti Innheimtustofnun sveitarfélaga strax af stað vinnu við að leiðrétta innheimtuþóknun hjá þeim einstaklingum sem höfðu greitt hana. 

Þeirri vinnu er nú lokið og hefur hvert tilvik verið kannað sérstaklega og viðeigandi upplýsinga aflað um þau. Í framhaldinu koma þrír möguleikar til greina; skuldajöfnuður að fullu, skuldajöfnuður að hluta og að lokum endurgreiðsla á innheimtugjöldum. Tilvikum dánar- og þrotabúa verður einnig hagað með sama hætti. Alls er fjöldi leiðréttinga 906 og er heildarupphæð leiðréttrar innheimtuþóknunar um 70 milljónir króna, þar af vextir og dráttarvextir um 7 milljónir króna. 

Allir þeir viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu fá á næstu dögum sent bréf með upplýsingum um næstu skref. 

Hér má finna álitsgerð Lagastofnunar Háskóla Íslands.