Mínar síður og leyninúmer
Á Mínum síðum má finna margvíslegar upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni. Yfirlit yfir skuldastöðu, móttakendur meðlags, kröfur í laun hjá vinnuveitanda eftir atvikum, gildandi samþykkt stjórnar um ívilnun, leyninúmer vegna upplýsingagjafar, innborganir, umsóknareyðublöð o.fl. Þar er einnig hægt að afþakka bréfpóst kjósi greiðendur það. Til að komast inn á svæðið þarf að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Greiðendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.
Á Mínum síðum er að finna leyninúmer, fjögurra stafa númer, sem notað er til að auðkenna þá einstaklinga sem hafa samband við stofnunina. Leyninúmerið má finna undir “stillingar” en hver og einn getur breytt sínu númeri. Þetta númer er nauðsynlegt í öllum samskiptum við stofnunina sem ekki fara fram með þegar auðkenndum hætti, t.d. þegar haft er samband við stofnunina símleiðis eða með tölvupósti.